Um vörurnar okkar

Við vitum hversu miklu máli gæði og öryggi skipta. Þess vegna leggjum við alla okkar áherslu á vandaða ferla í framleiðslu á okkar vörum. Ferlið hefst í Bandaríkjunum. Frjóir akrar og gott loftslag veita þar hampnum kjöraðstæður til þess að vaxa og dafna. Uppskeran er flutt til Frakklands, þar sem hann er unnin af samstarfsaðila okkar. Sérfræðingar á þessu sviði sjá þar um að einangra CBD úr laufum og stilkjum plöntunnar og vinna útdráttinn þannig að úr verður duft sem loks er blandað saman við hampfræjaolíu, dregna úr fræjum iðnaðarhampsins.

Með þessari aðferð er öruggt að engin önnur efni, svo sem THC, megi finna í afurðinni. THC er virka efnið í maríjúana-plöntunni og vímugjafi. Við bjóðum því upp á svokallað einangrað CBD (e. isolate CBD), sem hefur þessa sérstöðu ólíkt öðrum vörutegundum, þ.e. víðrófs- (e. broad-spectrum) og alrófs-CBD (e. full-spectrum). Þetta kemur sér sérstaklega vel fyrir þau sem gætu þurft að gangast undir lyfjapróf, þar sem ekkert THC er að finna í vörum með einangruðu CBD.