Kannabidíól (CBD)

CBD eða Kannabídíól er fundið í iðnaðarhampi sem er afbrigði kannabisplöntunnar. CBD er gjörólíkt THC, vímuvaldandi efni sem er að finna í marijuana-plöntunni (öðru afbrigði kannabisplöntunnar). 

Að undanförnu hefur mikil vitundarvakning um efnið átt sér stað og vinsældir CBD aukist verulega. Það er sérstaklega í Bandaríkjunum, þar sem CBD er gjarnan notað sem fæðubótarefni í mörgum ríkjum. Hérlendis má einnig merkja vaxandi vinsældir. Framúrskarandi íþróttafólk á borð við Söru Sigmundsdóttur og Hafþór Júlíus Björnsson hafa auglýst CBD-vörur sem þau neyta og telja efnið hjálpa sér m.a. við endurheimt. Efnið er sem stendur túlkað sem lyf af lyfjastofnun íslands og er fyrirtækjum því óheimilt að selja vörur með CBD nema um húðvörur sé að ræða. Lögð hefur verið fram Þingsályktunartillaga að því markmiði að heimila CBD í almennri sölu. Í þingsályktunartillögunni kemur fram að þar sem notagildi CBD er óumdeilanlegt og efnið valdi hvorki vímu og né sé ávanabindandi, ættu engin rök að mæla gegn aðgengi almennings að efninu. 

  Við hvetjum viðskiptavini til þess að kynna sér efnið og eiginleika þess. Hægt er að nálgast aðgengilegan fróðleik með einfaldri leit á netinu, en við vekjum þó sérstaka athygli á mikilvægi þess að treysta eingöngu áreiðanlegum heimildum.Hérlendis eru seld tvö lyfseðilsskyld lyf sem innihalda CBD, það eru lyfin Sativex og Epidiolex. Hið fyrrnefnda er lyf ætlað sjúklingum með heila- og mænusigg (MS) og vinnur gegn vöðvastirðleika og síspennu vöðva. Síðarnefnda, Epidiolex er ætlað flogaveikum börnum og á að draga úr skjálfta og hafa róandi áhrif.