Spurt og svarað

Hér má finna svör við algengum spurningum um vörurnar okkar, CBD og fleira.

Hvernig er löggjöf um CBD á íslandi, er CBD löglegt?
Eins og staðan er núna þá eru CBD vörur skráðar sem snyrtivörur í snyrtivörugátt ESB löglegar. Hinsvegar eru CBD vörur sem ekki eru skráðar í snyrtivörugátt ESB skilgreind sem lyf og hefur engin CBD olía slíkt markaðsleyfi hér á landi.

Er öruggt að innbyrða olíuna frá Hampol?
Einu innihaldsefni olíunnar eru hampfræjaolía og CBD og því ættu flest að geta verið áhyggulaus þótt þau innbyrði hana, en það er þó á eigin ábyrgð.

Er hægt að fara í vímu af CBD?
Nei, CBD hefur engin hugbreytandi áhrif. Hinsvegar hefur kannabinóðinn THC hugbreytandi áhrif og kemur neytendum oft á tíðum í vímu. THC er hins vegar ekki hægt að nýta úr afurðum iðnaðarhamps vegna þess í hve litlu magni hann er, eða minna heldur 0,2%. Þar sem CBD-ið í okkar vörum er einangrað úr plöntunni innihalda þær 0,0% THC. Sjá næstu spurningu um einangrað CBD.

Hver er munurinn á "full spectrum", "broad spectrum" og "isolate" CBD olíum?
Oft á tíðum er farið full frjálslega með þessi hugtök og eru ekki allir sammála um nákvæma merkingu þeirra. Þegar talað er um "full spectrum" CBD olíur þá er verið að tala um að olían sé útdráttur úr allri plöntunni og ekkert hafi verið átt við hana. Því innihalda flestar "full spectrum" CBD olíur einnig snefilmagn af THC."Broad spectrum" CBD olíur er samheiti yfir þær olíur sem innihalda útdrátt úr hampi að undanskildum kannabinóðanum THC. "Broad spectrum" CBD olíur geta hinsvegar innihaldið aðra kannabinóða heldur en CBD eins og t.d. CBC, CBG og CBN. Með "Isolate" CBD olíum er átt við að CBD hafi verið einangrað eftir ákveðnu ferli og síðan bætt út í hverskyns olíur, oftast hampolíu eða burðarolíu. Með þessu ferli er tryggt að eini kannabinóðinn í olíunni sé CBD. Margir telja þetta vera öruggustu leiðina til þess að neyta CBD og eru það einmitt "isolate" CBD olíur sem við hjá Hampol erum að selja.