Sendingarskilmálar


  1. gr.

Þegar vara er keypt af Hampol ehf. (hér eftir „seljandi“) í gegnum vefsíðuna https://hampol.is/ (hér eftir „síðan“) gilda skilmálar þessir um afhendingu á vörunni til kaupanda.

  1. gr.

            Við kaup á vöru af síðunni velur kaupandi þann sendingarmöguleika sem honum þóknast og fer um sendingu eftir því sem þar kemur fram, m.a. hvað varðar greiðslu sem kaupandi borgar fyrir sendingu.

            Þegar kaupandi velur að fá keypta vöru senda til sín greiðir hann fyrir það sendingarkostnað, sem er ekki innifalinn í kaupverði á vörum.

  1. gr.

            Seljandi tekur ekki ábyrgð á tjóni sem verður á seldri vöru eftir að hún hefur verið send til kaupanda.

  1. gr.

            Nú reynast sendingarskilmálar þessir ósamrýmanlegir almennum kaupskilmálum seljanda svo sem þeir hafa verið birtir á síðunni og ganga þá almennir kaupskilmálar framar.

  1. gr.

            Skilmálar þessir taka gildi við birtingu á síðunni.

 

Þannig birt 20. júní 2021