Persónuverndarstefna
Þessi persónuverndarstefna lýsir því hvernig hampol.is („síðan“ eða „við“) upplýsir, safnar og notar persónuupplýsingarnar þínar þegar þú heimsækir síðuna eða gerir kaup í gegnum hana.
Söfnun persónuupplýsinga
Þegar þú heimsækir síðuna söfnum við tilteknum upplýsingum um tækið þitt og athafnir þínar á síðunni og upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að vinnsla á kaupum þínum geti farið fram. Við kunnum einnig að safna upplýsingum aukalega ef þú hefur samband við okkur. Í þessari persónuverndarstefnu vísum við til hverra þeirra upplýsinga sem geta persónugreint einstakling sem „persónuuuplýsinga“. Frekari upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem við söfnum, og um ástæður söfnunarinnar, er að finna í lista hér fyrir neðan.
Upplýsingar um tæki
- Dæmi um persónuupplýsingar sem safnað er: Tegund vefvafra, IP-tala, tímabelti, vafrakökuupplýsingar, þær síður og/eða vörur sem þú skoðar, leitarorð og athafnir þínar á síðunni.
- Tilgangur söfnunar: Söfnunin fer fram til þess að hlaða síðuna með réttum hætti, og til þess að framkvæma greiningar á notkun síðunnar til þess að hagræða síðunni.
- Efniviður söfnunar: Safnað með sjálfvirkum hætti þegar þú heimsækir síðuna með vafrakökum, skráningarskjölum (e. log files), vefljósum (e. web beacons), merkjum og deplum (e. pixels).
- Viðskiptatilgangur: Söfnuðum upplýsingum er deilt með vinnsluaðila okkar; Shopify, Facebook og Google.
Upplýsingar um pantanir
- Dæmi um persónuupplýsingar sem safnað er: Nafn, sölufang, móttökustaður sendingar, greiðsluupplýsingar (þ.m.t. greiðslukortanúmer), netfang og símanúmer.
- Tilgangur söfnunar: Að geta boðið upp á vörur til þess að efna samning okkar, til þess að vinna úr greiðsluupplýsingum þínum, koma sendingu í kring, afhenda þér kvittun og/eða staðfestingu á pöntun, eiga við þig samskipti, kanna (e. screen) pantanir okkar til þess að hefta mögulega áhættu eða svíksamlega háttsemi, og þegar svo ber undir vegna þeirra kosta sem þú hefur valið um gagnaaðgengi, bjóða þér upp á upplýsingar eða auglýsingar varðandi okkar vörur.
- Efniviður söfnunar: Safnað frá þér.
- Viðskiptatilgangur: Söfnuðum upplýsingum er deil með vinnsluaðila okkar; Shopify, Greiðsluþjónum okkar; Rapyd, Aur og Netgíró, Facebook og Google.
Ólögráða einstaklingar
Þessi síða er ekki ætluð ólögráða einstaklingum. Við söfnum ekki af ásetningi persónuupplýsingum um börn. Sért þú foreldri eða forráðamaður, og teljir að barn þitt hafi veitt okkur persónuupplýsingar, mátt þú hafa samband við okkur hjá því netfangi og/eða heimilisfangi sem greinir neðar í stefnu þessari.
Miðlun persónuupplýsinga
Við miðlum persónuupplýsingum til þjónustuaðila sem aðstoða okkur við að veita þjónustu og efna okkar samninga við þig, svo sem greinir að framan. Til dæmis má nefna eftirfarandi:
- Við notum Shopify til þess að keyra vefverslun okkar. Þú getur kynnt þér notkun Shopify á persónuupplýsingum þínum hér: https://www.shopify.com/legal/privacy.
- Við kunnum að miðla persónuupplýsingum þínum í því skyni að fylgja viðeigandi lögum, til þess að bregðast við stefnu, leitarheimild eða annari löglegri og lögbundinni beiðni um upplýsingar sem okkur berast, eða til þess að verja okkar réttindi að öðru leyti.
- Við miðlum persónupplýsingum til greiðsluþjóna okkar; Rapyd, Aur og Netgíró í því skyni að efndir á samningum okkar við þig geti farið fram.
- Við miðlum persónuupplýsingum til Facebook og Google í markaðsskyni.
Atferlisbundin markaðssetning
Svo sem greinir að framan nýtum við persónuupplýsingar þínar til þess að bjóða þér markhæfar (e. targeted) auglýsingar eða markaðssamskipti sem við teljum að séu þér áhugaverðar. Til dæmis má nefna eftirfarandi:
- Við notum Google Analytics til þess að hjálpa okkur að skilja hvernig viðskiptavinir okkar nota síðuna. Þú getur kynnt þér notkun Google á persónuupplýsingum þínum hér: https://policies.google.com/privacy?hl=en. Þú getur einnig afþakkað þjónustu Google Analytics hér: https://tools.google.com/dlpage/gaoptout
- Við deilum upplýsingum um notkun þína á síðunni, kaup þín, og athafnir þínar gagnvart auglýsingum okkar á öðrum vefsíðum með markaðsfélögum okkar. Við söfnum og miðlum hluta af þessum upplýsingum með beinum hætti til markaðsfélaga okkar, í sumum tilvikum fyrir tilstuðlan vafrakaka eða annarar sambærilegrar tækni (hverrar notkunar þú kannt að veita samþykki þitt fyrir, háð staðsetningu þinni).
Frekari upplýsingar um markhæfar (e. targeted) auglýsingar má finna á þessari gagnlegu vefsíðu: http://www.networkadvertising.org/understanding-online-advertising/how-does-it-work.
Viljir þú ekki fá markhæfar (e. targeted) auglýsingar getur þú afþakkað þá þjónustu hér:
- Facebook - https://www.facebook.com/settings/?tab=ads
- Google - https://www.google.com/settings/ads/anonymous
Notkun persónuupplýsinga
Við kunnum að nota persónuupplýsingar þínar til þess að veita þér þjónstu sem felur meðal annars í sér: Að bjóða vörur til sölu, vinna greiðslur, senda og efna pantanir þínar og uppfæra þig um nýjar vörur, þjónustu eða tilboð.
Lagagrundvöllur
Samvkæmt reglugerð (EB) nr. 2016/679, ef þú ert staddur/stödd/statt á Evrópska efnahagssvæðinu, og ennfremur lögum nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, ef þú ert staddur/stödd/statt á Íslandi, vinnum við persónuupplýsingar á grundvelli eftirfarandi:
- Þíns samþykkis;
- Samnings á milli þín og Hampol ehf.,
- Nauðsynjar til þess að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á Hampol ehf.,
- Nauðsynjar til þess að vernda brýna hagsmuni Hampol ehf., eða annars aðila
- Nauðsynjar vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna eða við beitingu opinbers valds
- Nauðsynjar vegna lögmætra hagsmuna sem Hampol ehf. eða þriðji maður gætir nema hagsmunir eða grundvallarréttindi þín sem krefjast verndar persónuupplýsinga vegi þyngra
Varsla
Þegar þú leggur fram pöntun í gegnum síðuna munum við halda persónuupplýsingum þínum nema ef- og þangað til þú biður okkur um að eyða þessum upplýsingum. Frekari upplýsingar um réttindi þín að þessu leyti má finna í „réttindi þín“ kaflanum að neðan.
Sjálfvirk ákvarðanataka
Sért þú íbúi á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hefur þú rétt á því að mótmæla vinnslu sem alfarið byggst á sjálfvirkri ákvarðanatöku (þ.m.t. persónuskrá (e. profile)), þegar sú ákvarðanataka hefur lagaleg áhrif á þig eða þú hefur að öðru leyti ríka hagsmuni af henni.
Við notumst við ákvarðanatöku sem er alfarið sjálfvirk og hefur mikilsverð áhrif. Til þess nýtum við gögn sem við búum yfir um viðskiptavini.
Vinnsluaðili okkar, Shopify, notast við ákvarðanatöku sem er að nokkru leyti sjálfvirk til þess að koma í veg fyrir sviksamlegt atferli. Þessi ákvarðanataka hefur hvorki lagaleg- né mikilsverð áhrif á þig.
Undir þjónustu sem felur að einhverju leyti í sér sjálfvirka ákvarðanatöku fellur m.a. eftirfarandi:
- Tímabundinn bannlisti IP-talna sem tengdar eru við ítrekaðar misheppnaðar millifærslur. Þessi bannlisti varir aðeins í nokkrar klukkustundir.
- Tímabundinn bannlisti greiðslukorta sem tengd eru við IP-tölur á ofangreindum bannlista. Þessi bannlisti varir aðeins í nokkra daga.
Réttindi þín
Almenna persónuverndarreglugerðin (GDPR) og lög nr. 90/2018
Sért þú íbúi Evrópska efnahagssvæðisins (EES, e. EEA) hefur þú rétt á aðgangi að þeim persónuupplýsingum sem við búum yfir um þig, á því að færa það til annarrar þjónustu, og á því að persónuupplýsingar verði leiðréttar, uppfærðar eða þeim eytt. Viljir þú neyta réttar þíns að þessu leyti skaltu vinsamlegast hafa samband við okkur hjá því netfangi og/eða heimilisfangi sem greinir neðar í stefnu þessari. Einnig máttu hafa samband við okkur hér: https://hampol.is/pages/hafdu-samband
Persónuupplýsingar um þig verða fyrst unnar á Írlandi og verða að svo búnu fluttar út fyrir Evrópu til frekari vörslu og vinnslu, þ.m.t. til Kanada og Bandaríkja Norður Ameríku. Frekari upplýsingar um það, hvernig gagnaflutningur er í samræmi við Almennu persónuverndarreglugerðina og lög nr. 90/2018, er að finna í GDPR-hvítbók Shopify: https://help.shopify.com/en/manual/your-account/privacy/GDPR
Vafrakökur
Vafrakaka (e. cookie) er lítið magn upplýsinga sem hlaðið er niður í tölvuna eða tækið þitt þegar þú heimsækir síðuna okkar. Við notum margvíslegar vafrakökur, sem meðal annars eru gerðar til þess að virkja síðuna og bæta hana, en einnig til þess að auglýsa, tengjast samfélagsmiðlum og veita samþykki. Vafrakökur bæta upplifun þína af síðunni með því að gera síðunni kleift að muna eftir athöfnum þínum og þóknanlegum valkostum (svo sem innskráningu og landsvæði). Þetta þýðir að þú þarft ekki að slá þessar upplýsingar inn í hvert skipti sem þú heimsækir síðuna eða ferð úr einni síðu yfir í aðra. Vafrakökur veita einnig upplýsingar um notkun fólks á síðunni, t.d. um það hvort viðkomandi er að heimsækja síðuna í fyrsta skipti eða er þar tíður gestur.
Við notum eftirfarandi vafrakökur til þess að hagræða upplifun þína af síðunni okkar og bjóða upp á þjónustu okkar:
Vafrakökur, sem nauðsynlegar eru virkni vefverslunarinnar
Nafn |
Virkni |
_ab |
Notuð í tengslum við tengingu við stjórnanda |
_secure_session_id |
Notuð í tengslum við flakk um vefverslunina |
cart |
Notuð í tengslum við innkaupakörfu |
cart_sig |
Notuð í tengslum við frágang kaupa |
cart_ts |
Notuð í tengslum við frágang kaupa |
checkout_token |
Notuð í tengslum við frágang kaupa |
secret |
Notuð í tengslum við frágang kaupa |
secure_customer_sig |
Notuð í tengslum við innskráningu viðskiptavinar |
storefront_digest |
Notuð í tengslum við innskráningu viðskiptavinar |
_shopify_u |
Notuð til þess að auðvelda uppfærslu á upplýsingum um aðgang viðskiptavinar |
Skýrslur og greining
Nafn |
Virkni |
_tracking_consent |
Óskir um rakningu |
_landing_page |
Rakning á lendingarsíðu (e. landing page) |
_orig_referrer |
Rakning á lendingarsíðu (e. landing page) |
_s |
Greining Shopify |
_shopify_fs |
Greining Shopify |
_shopify_s |
Greining Shopify |
_shopify_sa_p |
Greining Shopify í tengslum við markaðssetningu og tilvísanir |
_shopify_sa_t |
Greining Shopify í tengslum við markaðssetningu og tilvísanir |
_shopify_y |
Greining Shopify |
_y |
Greining Shopify |
Sá tími sem vafrakaka er í tölvunni þinni eða farsíma fer eftir því hvort hún er „viðvarandi“ (e. persistent) eða „vafursbundin“ (e. session) vafrakaka. Vafursbundnar vafrakökur vara þar til þú lýkur vafri á vefnum og viðvarandi vafrakökur vara þar til þær renna út eða þeim er eytt. Flestar vafrakökurnar sem við notum eru viðvarandi og renna út eftir allt frá 30 mínútum til tveggja ára frá því að þeim er hlaðið niður í tækið þitt.
Þú getur stjórnað og stýrt vafrakökum með margvíslegum hætti. Hafðu í huga að ef þú fjarlægir eða lokar fyrir vafrakökur kann það að hafa neikvæð áhrif á notendaupplifun þína og hlutar vefsíðunnar okkar kunna að verða þér óaðgengilegir.
Flestir vefvafrar samþykkja vafrakökur sjálfkrafa, en þú getur valið hvort þú vilt samþykkja eða hafna notkun vafrakaka í gegnum vafrastillingar, gjarnan í gegnum „tæki“ (e. tools) eða „óskir“ (e. preferences). Frekari upplýsingar um það, hvernig þú getur stýrt vafrastillingum þínum eða um það, hvernig þú getur lokað fyrir eða stjórnað vafrakökum eða síað þær, má finna í hjálparsíðu vafra þíns eða á vefsíðum svo sem þessari: www.allaboutcookies.org
Ennfremur upplýsum við þig um það, að þótt þú lokir fyrir vafrakökur hefur það ekki endilega áhrif á það hvernig við miðlum upplýsingum til þriðju aðila, svo sem markaðsfélaga okkar. Viljir þú neyta réttar þíns, og afþakka tiltekna notkun á upplýsingum um þig af hálfu þessara aðila, skaltu fylgja leiðbeingum þar um í kaflanum „atferlisbundin markaðssetning“ hér að ofan.
Ekki rekja
Það athugist, að vegna þess að ekki fyrir hendi viðskiptavenja um túlkun á því, hvernig fara skuli með „ekki rekja“ (e. do not track) merki, gerum við ekki breytingar á gagnasöfnun og notkun þegar við verðum vör við slíkt merki úr þínum vafra.
Breytingar
Við kunnum að uppfæra persónuverndarstefnu þessa í því skyni að endurspegla, til dæmis, breytingar á háttum okkar eða vegna annarra rekstrarlegra eða lögfræðilegra ástæðna.
Hafðu samband
Óskir þú frekari upplýsinga um persónuverndarstefnu okkar, ef þú hefur einhverjar frekari spurningar og ef þú vilt leggja fram kvörtun, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst hjá netfanginu hampol@hampol.is eða með pósti til eftirfarandi heimilisfangs:
Hampol ehf., Smyrilshlíð 6, íbúð 208, 102 Reykjavík, Íslandi
Síðast uppfært: 17. júní 2021
Sért þú ekki ánægð/t/ur með viðbrögð okkar við kvörtun þinni hefur þú rétt á því að leggja fram kvörtun þína til viðeigandi gagnaverndarstjórnvalds, í mörgum tilfellum Persónuverndar. Þú getur haft samband við Persónuvernd hér: https://www.personuvernd.is/hafa-samband/.