MCT - olía

MCT-olía (e. Medium-Chain triglycerides) eða meðalkeðju-þríglýseríð er fitusýra sem oftast er dregin úr kókosolíu. 

MCT-olía eða meðalkeðju-þríglýseríð hefur þá eiginleika að brotna niður í líkamanum á annan hátt en LCT-olíur (e. long chain triglyceride) sem algengari eru í öðrum fitusýrum. Þessir eiginleikar olíunnar gera það að verkum að líkaminn getur brotið olíuna fljótt niður til þess að öðlast skjóta orku. Olían er talin hollur kostur vegna þessara eiginleika og er þekkt sem fæðubótarefni hjá fólki sem hefur þyngdartap að markmiði. MCT olía hefur einnig góð áhrif á húðina, sem hún bæði mýkir og nærir.

 CBD blandað í MCT olíu er talið hafa meiri áhrif heldur en CBD sem blandað er í aðrar olíur vegna uppbyggingu olíunnar og hvernig hún brotnar öðrvísi niður í líkamanum heldur en aðrar olíur. 20% CBD olían frá Hampol er blönduð í hágæða MCT-olíu. Hún er bæði ketó og vegan, líkt og hinar olíurnar okkar.