Almennir kaupskilmálar
- gr. Skilgreiningar
Seljandi er Hampol ehf., kt. 5204210680 (hér eftir „seljandi“). Kaupandi er sá sem gerir tilboð samkvæmt stöðluðum verðskilmálum í gegnum vefsíðuna, sá sem með öðru móti gefur út viljayfirlýsingu þess efnis að hann vilji kaupa vörur af seljanda gegn gjaldi í gegnum vefsíðuna og/eða sá sem skráður er sem kaupandi á reikningi (hér eftir „kaupandi“).
- gr. Gildissvið
Skilmálar þessir gilda um öll kaup á vörum Hampol ehf. á vefsvæðinu https://hampol.is/ (hér eftir „vefsíðan“). Það lén er í eigu Hampol ehf. Með staðfestingu á kaupum og/eða greiðslu fyrir viðskipti við Hampol ehf. samþykkir kaupandi skilmála þessa.
Almennir kaupskilmálar þessir, ásamt sendingarskilmálum og samþykktu tilboði mynda heildarsamning kaupanda og seljanda um viðskipti á vefsíðunni.
Íslensk lög gilda um samninga sem gerðir eru skv. þessum skilmálum og eru þeim til fyllingar. Skilmálar þessir ganga framar undanþægum ákvæðum laga.
- gr. Skilaréttur
Almennur skilafrestur á vörum er 30 dagar. Skil skulu fara þannig fram að kaupandi sendir erindi á netfang Hampol ehf., sem er hampol@hampol.is. Hafi slíkt erindi borist í netfangið innan 30 daga frá því að samningur komst á um kaup vöru þeirrar, sem skila á, telst það hafa borist innan skilafrests, en ella ekki og hefur þá kaupandi fyrirgert rétti sínum til skila. Það eru forsendur skilaréttar kaupanda að skiluð vara sé óskemmd og í upprunalegum umbúðum og að kaupandi framvísi tilvísun til kaupa á þeirri vöru, sem skila á, t.d. með kvittun eða öðru sambærilegu.
Neyti kaupandi skilaréttar síns skv. 1. mgr. fær hann fulla endurgreiðslu fyrir vöru þá, sem skilað er. Endurgreiðsla fer þannig fram, að Hampol ehf. leggur fjárupphæð inn á bankareikning þess sem skilað hefur vöru.
- gr. Verð, verðbreytingar og rangar forsendur
Kaupandi gefur upp verð vara á vefsíðu þessari í íslenskum krónum. Virðisaukaskattur er innifalinn í uppgefnu verði eins og hann er áskilinn í lögum á hverjum tíma. Seljandi skuldbindur sig aðeins til að greiða það verð sem gefið var upp á þeim tímapunkti er kaup fóru fram.
Nú lýsir maður yfir vilja sínum til að kaupa vöru af Hampol ehf., en rangt verð hefur verið gefið upp á vefsíðu seljanda, og kaupanda má vera það ljóst og/eða ljóst má vera að innsláttarvilla hefur verið gerð við auglýsingu á verði vöru, og er seljandi þá ekki skuldbundinn af kaupunum.
- gr. Sendingarkostnaður
Kaupandi greiðir sendingarkostnað. Um hann vísast til sendingarskilmála.
- gr. Vara ekki til á lager
Nú gerir aðili tilboð í vöru sem seljandi auglýsir á vefsíðunni, en hún er ekki til á lager seljanda. Seljandi skal þá upplýsa hann um það án óhæfilegs dráttar og bjóða honum afhendingu á vörunni þegar nýjar birgðir af henni verða tækar. Ef nýjar birgðir af vöru koma ekki á lager innan tveggja daga frá því að aðili gerði tilboð í vöru hefur hann rétt til að afturkalla tilboð sitt og krefjast endurgreiðslu frá seljanda sem seljandi skal verða við. Um slíka endurgreiðslu fer skv. 2. mgr. 3. gr.
- gr. Gallar
Nú er kaupanda afhent vara, sem svo er gölluð að telja má að kaupandi hafi orðið af þeim ávinningi sem hann mátti vænta, og afhendir Hampol ehf. honum þá nýja, sambærilega vöru í staðinn. Hampol ehf. greiðir þann sendingarkostnað sem af þessum aðstæðum hljótast.
- gr. Greiðsla, greiðslumöguleikar og afhendingarskylda seljanda
Á vefsíðunni koma fram greiðslumöguleikar kaupanda þegar hann gengur frá kaupum á vöru. Hampol ehf. og samstarfsaðilar þess gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja örugg viðskipti á vefsíðunni.
Þá og því aðeins að kaupandi hafi greitt fyrir vöru ber seljanda skylda til að afhenda honum hana innan hæfilegs tíma í samræmi við góðar venjur á íslenskum markaði.
- gr. Skaðsemisábyrgð
Seljandi tekur enga ábyrgð á því tjóni sem hlýst af notkun seldrar vöru þegar notkun er í ósamræmi við það sem telja má venjulegt og eðlilegt af framsetningu vörunnar, leiðbeiningum á umbúðum hennar og kynningu seljanda á henni. Um skaðsemisábyrgð að öðru leyti vísast til laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991 með síðari breytingum.
- gr. Force Majeure
Þegar vanefndir stofnast af hálfu seljanda af óviðráðanlegum atvikum (l. Force Majeure) öðlast kaupandi engan rétt til skaðabóta vegna þeirra. Hér falla m.a. undir styrjaldir, uppreisnir, hafnarbönn, náttúruhamfarir og viðskiptabönn.
- gr. Varnarþing
Komi til ágreinings um skilmála þessa eða nokkuð það sem við kemur kaupum á vöru frá Hampol ehf. skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
- gr. Upplýsingar um seljanda
Hampol ehf.
Smyrilshlíð 6, 102 Reykjavík
Sími: 6905017
Netfang: hampol@hampol.is
Kennitala: 5204210680
- gr. Gildistaka
Skilmálar þessir taka gildi við birtingu á vefsvæði Hampol ehf., https://hampol.is/.
Þannig birt 7. júní 2021